Býflugnarækt á Íslandi Brúna bí á Íslandi Apis mellifera mellifera

Býflugnarækt á Íslandi

Brúna bí Apis mellifera mellifera á Íslandi

Saga býflugnaræktar á Íslandi – Brúna bí er eina frumbyggja bí í Norður-Evrópu

Texti og Tengill á vefsvæði: http://byflugur.is

Ekki eru neinar ritaðar heimildir um býflugnarækt á Íslandi mér kunnugar fyrr en á tuttugustu öldinni. Árið 1934 var gefin út bókin Býflugur hjá Bókasafni Þjóðvinafélagsins , þýðing Boga Ólafssonar á bók Maurice Maeterlinck og kostaði 7 kr.(mér var gefin þessi bók f nokkru síðan og ætla að skanna hana inn á heimasíðuna) Árið 1936 og ´38 voru bú flutt til landsins frá Noregi. Þau gáfu um 10 kg af hunangi en lifðu ekki af veturna. Árið fuckingvideos.cc1951 flutti Melitta Urbancic (frá Austurríki) inn bú frá Skotlandi og ´52 og ´53 frá Noregi og hélt býflugur í Reykjavík í nokkur ár. Býræktarfélag Íslands var stofnað á þessum tíma en 1960 var Melittu gert að fjarlægja (drepa) búinn vegna óánægju nágranna.

2004

Veturinn ´03-04 dóu mín bú. Ekkert fékkst keypt frá Svíþjóð því var leitað annarra ráða og leitað til Noregs og hringt út um allar trissur, þar til býflugnabóndi einn , sem ætlaði að hætta með býflugnarækt var tilbúinn að selja okkur, en Smyrilline þverneitaði að flytja flugurnar, nema helst í skotheldum, eldvörðum gámi og varð því ekkert úr innflutningi. Eitt bú Rúnars lifði veturinn og var því gripið til þess ráðs að kaupa drottningar frá Svíþjóð, sem að gekk með ágætum. 4 drottningar voru keyptar en það kom í ljós að þessar drottningar voru tæknifrjóvgaðar og þegar búunum var skipt var móðurbúið búið að draga upp drottningu, þannig að 2 drottningar fóru forgörðum á fyrrnefndan hátt, þ.e.a.s. 1 þá ófrjó, en hin drepin

2005

Nú sótti ég 30 bú frá Tysnes (rétt sunnan við Bergen) og flutti heim með Norrænu, öll búin lifðu ferðina voru illa árásargjörn en mikill var áhugi og ánægja manna og kvenna með að vera búinn að fá flugur aftur. Við keyptum gæfar drottningar frá Svíþjóð og skiptum á þeim leiðinlegu, reyndum að fjölga búum með afleggjurum.

2006

15 bú lifðu af veturinn. Sænskar drottningar voru pantaðar og komu í lok júlí, eftir miklar hrakfarir og var fyrst og fremst skipt út þeim árásagjörnu, norsku drottningum sem eftir voru og auk þess að nokkur ný bú voru mynduð.

2007

Um miðjan maí voru 15 bú lifandi eftir veturinn en gleðin minnkaði nokkuð fram eftir sumri því að nokkur bú drápust snemma sumars og voru einungis 9 bú lifandi um mitt sumarið, en enn á ný var farið í það að flytja inn drottningar. Í byrjun ágúst voru búin til nokkur ný bú( afleggjarar), þannig að á haustdögum 2007 voru um 14 bú vetruð. Menn voru að fá þetta milli 10 og 35 kg af hunangi úr búi. Þrjú bú lifðu af veturinn þ.a. 1 hjá mér og 2 hjá Kristjönu (á Seltjarnarnesi)

2008

Í ár (´08)fluttum við enn á ný inn bú frá Noregi en vegna óhappa drápust 13 þeirra á leiðinni og strax eftir komuna til landsins en 26 bú lifðu, nokkur löskuð mjög. Tvö bú höfnuðu í fljótsdalnum, 2 í Ölfusi ,2 við rætur Heklu og afgangurinn á höfuðborgarsvæðinu (þar af 11 við Elliðavatn). Sum þessara búa eru verulega árásargjörn önnur með besta móti hvað varðar umgengni. Sumarið hér sunnanlands var með því besta sem gerist og söfnuðu búin miklu hunangi. Hausthátíð býflugnabænda var haldinn á Landbúnaðarsýningunni Gaddstaðaflötum Suðurlands. Þar vöktu býflugurnar mikinn áhuga og hunangið enn meiri lukku enda seldist nær allt hunang 4 býflugnabænda upp. Samtals fengum við um 490 kg hunang frá þessum búum og meðalhunangsframleiðsla/bú um 19 kg þó gáfu að minsta 2 bú rúmlega 40 kg hvort. 26 bú voru vetruð um haustið.

2009

6 bú lifðu veturinn og af þeim og innfluttum búum voru vetruð 40 bú sjá nánar undir fréttir hér til vinstri

2010

Um 20 bú lifðu veturinn og 32 ný komu til landsins í júni . óþarflega margir svermar komu frá búunum þannig að um 60 bú eru nú hér á landi-nánar um þetta síðar.

Varðveita Brúna bí! Skrifaðu okkur: